136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:59]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum, ég tel tímabært að þessum fundi sé frestað, að við förum heim og fáum að hvíla okkur. Við erum þriðja kvöldið í röð (PHB: Fjórða.) fram undir miðja nótt. (Gripið fram í: Fjórða.) Fjórða? Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem töluðum í stjórnarskrármálinu í gærkvöldi máttum horfa á þá stjórnarliða sem sátu í þingsal dotta undir ræðum okkar. Þess vegna segi ég að mér finnst það ekki samboðið virðingu Alþingis og okkar þingmanna sem sitjum á Alþingi Íslendinga að almenningur í landinu fái ekki að heyra ræður okkar (Gripið fram í.) og hvað við höfum til málanna að leggja í sambandi við stjórnarskrá Íslands sem meiri hlutinn ætlar að leggja fram breytingartillögur við. Ég tek undir (Forseti hringir.) að mér finnst að hæstv. forsætisráðherra hefði átt að kynna sér betur þær breytingartillögur sem eru í umsögnum með þessu frumvarpi.