136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd – frumvarp um stjórnarskipunarlög – röð mála á dagskrá.

[10:45]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Það væri athyglisvert að spila hérna nokkrar ræður hæstv. fjármálaráðherra, sem hann hélt fyrir nokkrum mánuðum. Enginn maður hefur haft fleiri fjöll af grænum síðum á borði sínu hér en hæstv. ráðherra, þá sem stjórnarandstöðuþingmaður.

Hér er hv. þm. Árni M. Mathiesen að benda á, hvorki meira né minna en að það sé ekki farið eftir þingsköpum. Er ekki kominn tími þess að menn hægi aðeins á sér og hugsi sinn gang því ef okkur finnst það vera alveg sjálfsagt og eðlilegt að brjóta þingsköp í þessu máli á það við um önnur mál. Þess vegna, alveg sama hvort það er hiti í mönnum rétt fyrir kosningar eða ekki, skulum við reyna að halda þeirri reglu að halda þingsköpin.

Af því að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson (Forseti hringir.) vildi komast að lýsi ég því yfir, ég er á mælendaskrá, að ég get alveg hnikað til til þess að koma hv. þingmanni á mælendaskrá.