136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd – frumvarp um stjórnarskipunarlög – röð mála á dagskrá.

[10:46]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Aðeins um það sem komið hefur fram um umhverfisnefndina. Miðað við þá mælendaskrá sem nú liggur fyrir er ljóst að ef mál koma út úr nefndum það sem eftir er þingsins komast þau ekki á (Gripið fram í.) dagskrá. — Virðulegi forseti, er einhver möguleiki að reyna að hafa hemil á formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem er sígjammandi hér án þess að hafa orðið? (Gripið fram í.) Hv. þingmaður er orðin einhvers konar yfirgjammari hér í þinginu. [Hlátrasköll í þingsal.]

Aðeins, virðulegi forseti, ég vildi bara nefna það hér að ef eitthvað kemur út úr nefnd það sem eftir er þingsins er möguleiki, vegna þess hversu mælendaskráin er þéttsetin, að koma einhverju á dagskrá á þriðjudag, miðvikudag eftir páska. Ég held því, virðulegi forseti, að við höfum nægan tíma. Það er ástæðulaust að tefja (Forseti hringir.) þá umræðu sem hér átti að hefjast klukkan hálftólf (Forseti hringir.) með umræðu um það sem hugsanlega gæti komið á dagskrá nokkrum dögum eftir páska. Það er alveg með ólíkindum, virðulegi forseti, hvernig umræðan hér fer fram.