136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd – frumvarp um stjórnarskipunarlög – röð mála á dagskrá.

[10:50]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill minna hv. þingmann á að forseti hefur haldið og mun halda fundi með þingflokksformönnum til að ná sátt og samkomulagi um störf þingsins og framvindu mála. Það samkomulag hefur ekki náðst með öðrum hætti en þeim sem dagskráin hér lýsir og því er henni haldið eins og hún er þar til annað verður ákveðið. Það er mikill ágreiningur um dagskrána, það hefur komi fram í öllum þeim fjölda tilefna sem hv. þingmenn hafa til að ræða um störf forseta.