136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd – frumvarp um stjórnarskipunarlög – röð mála á dagskrá.

[10:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég ætla ekki að tefja þessa umræðu en það kom fram misskilningur hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni. Forseti getur að sjálfsögðu sett á dagskrá á mánudaginn á undan þessu máli önnur mál frá nefndum sem eru brýn. Það getur hann að sjálfsögðu gert hvenær sem er. Auk þess vonast ég til þess að forseti hliðri til um mælendaskrá þannig að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson komist að með ræðu sem allra fyrst því það er forsetinn sem stjórnar fundum og stjórnar því hverjir komast á mælendaskrá. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Það er einn fundur í þingsal í einu.)