136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:54]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því í fullri einlægni að hæstv. forseti leiðbeini þingmönnum sjálfstæðismanna um þau úrræði sem þingmenn hafa samkvæmt þingsköpum til að fá svarað spurningum sínum. Ein leiðin er hinir opnu nefndafundir sem hér hafa verið ræddir, önnur leiðin er utandagskrárumræður í þingsal sem þegar hafa farið fram. Þriðja leiðin er, eins og hæstv. forseti benti á, óundirbúnar fyrirspurnir á tilteknum tímum. Fjórða leiðin er einmitt sú að leggja fram skriflegar spurningar fyrir ráðherrana og óska ýmist munnlegra eða skriflegra svara. (StB: Við þökkum kennslustundina.) Mér finnst furðulegt ef hv. þingmaður og fyrrverandi forseti þingsins þekkir ekki þessar aðferðir. (Gripið fram í.)