136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:58]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill fara yfir nokkur atriði. Hér hefur verið opinn fundur í fjárlaganefnd og rétt áðan var utandagskrárumræða um framkvæmd fjárlaga og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í gær var einnig fundur með heilbrigðisráðherra og heilbrigðisnefnd um þann þátt sem snýr að framkvæmd fjárlaga og heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er það sem forsetar hafa beitt sér fyrir og er komið á. Eftir er þá að leggja fram fyrirspurnir, skriflega eða munnlega, eða eins og forseti nefndi áðan, að fara í óundirbúinn fyrirspurnatíma á mánudaginn. (Gripið fram í: … tryggja að ráðherrar …) Forsetar hafa þessi ráð en geta í raun og veru ekki gert meira en að sjá til þess að þessari umgjörð sé fylgt en ekki ábyrgst svörin og ánægju eða óánægju þingmanna með þau.