136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég tel, án þess að við förum að ræða efnisatriði þeirra mála sem hér hefur verið vikið að, mjög mikilvægt að hæstv. forseti svari þeirri spurningu sem hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir bar upp áðan um það hvort forseti væri tilbúinn að taka þeirri tillögu sem hér var lögð fram um breytta röð dagskrárliða. Mér finnst í rauninni að umræðan gæti styst til muna og það væri til að greiða fyrir störfum fundarins ef hæstv. forseti svaraði þessu skýrt.