136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:14]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill upplýsa að dagskrá fundarins liggur fyrir. Það er einlægur vilji forseta að við reynum að klára stjórnarskipunarlögin til 3. umr. í þinginu og mun hann freista þess í dag og biður um liðsinni þingmanna um að hafa umræðuna þannig að þetta hafist svo við getum komist í að afgreiða önnur mál sem þarf að ljúka áður en þingi lýkur í vor. Afstaðan er alveg skýr og lá fyrir með dagskrá fundarins og forseti hefur svarað því og kynnti það á fundi forsætisnefndar í morgun.