136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:23]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Í þessari umræðu um fundarstjórn forseta hafa komið fram ákaflega merkilegir punktar, svo sem sá að hv. þm. Jón Magnússon styður ákvæðið um þjóðareign á fiskimiðunum í stjórnarskrárfrumvarpinu sem aðrir sjálfstæðismenn gera ekki. Þannig að hér er komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einhuga í þessum efnum og (Gripið fram í.) ég tel að það hljóti að mæla mjög með því að nú verði þessari umræðu hætt og gengið til dagskrár og rætt um það stjórnarskrárfrumvarp sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einhuga um heldur klofinn í afstöðu sinni til.

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti stjórnlagaþinginu vegna þess að hann vill hafa það ráðgefandi. Hann vil hafa það alveg eins en ráðgefandi vegna lýðræðisástar sinnar (Gripið fram í.) og flokkurinn er á móti auðlindaákvæðinu nema hv. þingmaður (Forseti hringir.) Jón Magnússon (Forseti hringir.) sem býr þar að fortíð sinni og grunni (Forseti hringir.) í Frjálslynda flokknum.