136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:31]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 63. gr. þingskapalaga, að fundi verði slitið og boðað nú þegar til nýs fundar með eftirfarandi dagskrá:

1. Heimild til samninga um álver í Helguvík.

2. Tekjuskattur (hærri vaxtabætur 2009).

3. Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

4. Fjármálafyrirtæki (slitameðferð og kostnaður af störfum skilanefnda).

5. Breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn.

6. Listamannalaun.

7. Stjórnarskipunarlög.

Ég óska eftir því, hæstv. forseti, að þessi tillaga verði tekin á dagskrá nú þegar. Hún liggur fyrir skriflega hjá hæstv. forseta.