136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:33]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti hefur móttekið dagskrártillögu sem er borin fram af hv. þm. Þorgerði K. Gunnarsdóttur og mun ræða hana við þingflokksformenn í hádegisverðarhléi — (ArnbS: … gera þetta nú þegar.) Já, það er ekkert í þingskapalögunum sem segir að dagskrártillaga sé tekin fyrirvaralaust upp þannig að ég óska eftir að fara með hana á þingflokksformannafund á eftir og við ræðum dagskrána. (Gripið fram í.) Mun ég þá ganga til dagskrár um stjórnarskipunarlögin og ræða það mál þar til við getum þá leitt það til lykta með atkvæðagreiðslu eftir hádegisverðarhlé ef á þarf að halda.