136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:36]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Við ræðum hér dagskrártillögu um að dagskrá þingsins verði breytt í dag með tilliti til þess að mál er varða heimilin og fyrirtækin verði tekin fyrir og að við færum dagskrárliðinn stjórnarskrána aftur fyrir þau mál. Það eru brýnustu verkefnin fyrir þetta samfélag, að ræða málefni heimilanna og fyrirtækjanna og við þurfum að koma því að, herra forseti. Þetta var rætt í forsætisnefnd, fékkst ekki í gegn þar en ég hvet til þess.

Mig langar að segja það hér úr stóli forseta — þegar stjórnarsinnar tala um málþóf hérna hjá okkur, þá vil ég spyrja: Hver var sá tími sem notaður var til að tala um fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma? Hefði okkur ekki verið nær á þeim tíma að nota betri og lengri tíma og vandaðri vinnubrögð þegar mótmælin stóðu uppi á móti fjölmiðlalögunum? (Forseti hringir.) Hefði ekki þjóðinni verið betra að hlusta á hvað við sjálfstæðismenn vildum á þeim tíma? (Forseti hringir.) Þá hefði kannski ekki myndast þessi hyldýpisgjá (Forseti hringir.) á milli forsetans og þingsins.