136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:38]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ítreka tillögu hv. þm. Illuga Gunnarssonar um að nú þegar verði gert hlé á fundinum þannig að hægt verði að ráða fram úr því hvernig dagskránni á að vera háttað og jafnframt að forseta gefist þá tóm til að fara betur yfir þingsköpin. Við höfum óskað eftir því að hún verði nú þegar tekin á dagskrá þessi dagskrártillaga sem við höfum lagt hér fram skriflega að ósk forseta. Ég óska því eftir því að forseti geri nú þegar hlé á fundinum og við förum yfir þetta mál.