136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:52]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér leggur Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að endurraða dagskránni og það gerir Sjálfstæðisflokkurinn einungis til að reyna að ýta frá þeirri staðreynd að hann stendur hér í miklu málþófi, heldur geysilega langar ræður, er eiginlega einn á mælendaskrá og hleypur þess á milli upp í umræður um störf þingsins. Það er með ólíkindum að upplifa að sá flokkur sem fór hér mikinn í að tala illa um málþóf stendur í endalausu málþófi og er að reyna (Gripið fram í.) að segja fólkinu í landinu að þeir einir telji að það eigi að koma til hjálpar fólki og fyrirtækjum í landinu. Þvílík vitleysa, virðulegur forseti. (Gripið fram í.) Það er einmitt það sem allir flokkar vilja, allir flokkar vilja það en við viljum auðvitað líka gjarnan breyta stjórnarskránni, leggja það til að fólkið í landinu fái völd enda teljum við að valdið komi frá fólkinu (Forseti hringir.) en ekki úr Valhöll, virðulegur forseti. (Forseti hringir.) Ég segi nei.