136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[13:04]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl):

Herra forseti. Ísland stendur frammi fyrir miklum vanda og það þarf að byggja upp landið á ný eftir að það hrundi, m.a. vegna þess að auðlindanýting á Íslandi hefur verið með eindæmum slæm og léleg og hefur leitt okkur til mikilla vandræða og vansældar. (Gripið fram í: Hvað meinarðu?) Eitt fyrsta atriðið sem við verðum að hafa á hreinu í uppbyggingunni er að breyta lögum og reglum og setja inn í stjórnarskrá að íslenska þjóðin eigi sínar auðlindir sjálf. (Gripið fram í: Rétt.) Þess vegna þarf að ganga frá þessu stjórnarskrármáli nr. 1, 2 og 3 og svo tökum við hin málin. Hættið þið sjálfstæðismenn að syngja hér og lesa upp hverja ræðuna á fætur annarri sem er nákvæmlega eins og sú síðasta sem flutt var á undan, (Gripið fram í.) hvert nefndarálitið á fætur öðru sem er nettengt og klifað hér á því sama (Forseti hringir.) sem sýnir Alþingi Íslendinga mikla óvirðingu. Það er alls ekki í anda tryggðarinnar sem sjálfstæðismenn þykjast (Forseti hringir.) sýna þjóðinni og landinu. Ég segi nei. (Gripið fram í: … fyrir Frjálslynda flokkinn.)