136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[13:05]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ætla að benda á það að af töflunni virðist sem minnihlutaríkisstjórnin hafi náð því fram að við fjöllum hér í dag um stjórnarskipunarlög í staðinn fyrir að ræða t.d. um heimild til samninga um álver í Helguvík. Ég hlýt því að reikna með því að í þessari atkvæðagreiðslu komi fram sá gífurlegi ágreiningur sem er á milli þeirra flokka sem sitja í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Samfylkingar, þar sem Samfylkingin og Vinstri grænir hafa ekki getað komið sér saman um sameiginlegt nefndarálit. Flokkarnir sitja þó saman í ríkisstjórn. Hérna endurspeglast sá ágreiningur (Forseti hringir.) sem er innan ríkisstjórnarinnar um hin stærstu mál. (Forseti hringir.) Það er merkilegt, hæstv. forseti, að forseti skuli ekki taka tillit til þess þegar hann raðar á dagskrá.