136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[13:07]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er í raun og veru ágætt að þjóðin fái að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér um þessar mundir í þingsal Alþingis. Ef forseti getur fengið að lýsa atkvæðagreiðslunni innan skamms fáum við að vita hvernig hún hefur farið við þá ómálefnalegu tillögu sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram. 31 segir nei, aðeins 20 segja já. Sjálfstæðisflokkurinn mætir ekki einu sinni allur til leiks í þessa atkvæðagreiðslu. (Gripið fram í: Láttu ekki svona.) (Gripið fram í.)

Þegar þessari atkvæðagreiðslu lýkur mun þjóðin áfram fá í boði Sjálfstæðisflokksins, (Gripið fram í.) og þar á meðal í boði fyrrverandi forseta Alþingis, áframhaldandi málþóf vegna þess að nú ættu þeir sem eru að horfa á sjónvarpið að taka sig til og telja. Nú munu koma 7, 8, 9, jafnvel 15, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og ræða um fundarstjórn forseta í framhaldi af þessari atkvæðagreiðslu. (Gripið fram í.) Hvað er þetta annað en málþóf, virðulegi forseti? Við höfum orðið (Forseti hringir.) vitni að því hérna að menn eru skikkaðir til að koma (Forseti hringir.) í ræðustól Alþingis, meira að segja óundirbúnir vegna þess að þeir vissu ekki að þeir ættu að vera (Forseti hringir.) næstir í málþófsræðum Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: … í umræðuna.) (Gripið fram í.)