136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[13:09]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti þakkar það traust sem hann fær þar sem hann ber ábyrgð á þeirri dagskrá sem var lögð fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. er það forseti sem leggur upp dagskrá og það er einsdæmi að til atkvæða þurfi að koma um dagskrártillögu. Ég taldi sjálfsagt og eðlilegt að verða við þeirri ósk þegar hægt er að kalla alla til fundar til að geta haft atkvæðagreiðslu. Nú hefur þingheimur skorið úr um þessa tillögu og vona ég þá að dagskrá gangi fram með eðlilegum hætti í dag og fram á kvöldið og að við megum ljúka þessu dagskrármáli sem fyrst, koma því í eðlilegan farveg til nefndar þannig að hægt sé að fá eðlilega umfjöllun fyrir 3. umr. Að sjálfsögðu mun forseti sjá til þess að þau dagskrármál sem beðið hefur verið hér um verði áfram á dagskrá og komi til umræðu eins fljótt og auðið er.