136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:03]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Fyrr í dag var það borið upp hvort heimilt væri að halda þingfundi áfram eftir kvöldmat og það leyfi var veitt. Ég tel rétt að við hefjum þennan fund og umræðurnar og metum það svo aðeins fram eftir degi hvernig okkur gengur að halda dagskránni. Forseti hefur hlustað á ósk hv. þm. Sturlu Böðvarssonar um að taka hlé meðan á sjónvarpsútsendingu stendur og það verður skoðað þegar líður á daginn.