136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:12]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta var nú með því ótrúlegra sem ég hef heyrt hér í þinginu. Lýðræðislegur framboðsfundur og umræður í Alþingi eru bornar saman við íþróttakappleiki og saumaklúbba.

Hæstv. forseti. Ég held satt að segja að taka þurfi það til verulegrar athugunar hvernig þingmenn tala hér úr ræðustóli Alþingis. Auðvitað dæmir þessi málflutningur sig sjálfur og dæmir að sjálfsögðu þann hv. þingmann sem leyfði sér að tala með þessum hætti.