136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

frestun þingfundar á meðan framboðsfundur stendur á Ísafirði.

[21:03]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hafði reiknað með því að hæstv. forseti svaraði mér. Ég lagði fyrir hann spurningu um það hvort hann mundi ekki fallast á að fresta fundinum enn um sinn á meðan framboðsfundurinn stæði yfir vestur á Ísafirði. Ég ætlast eiginlega til þess að hæstv. forseti svari þeirri spurningu minni. Fyrst ég lagði hana hér fram úr ræðustóli finnst mér það mjög eðlilegt og ég trúi því að hæstv. forseta þyki það eðlilegt líka þó að honum hafi eitthvað aðeins mistekist við fundarstjórnina að þessu sinni og ekki svarað spurningunni.

Má ég ekki reikna með því, hæstv. forseti, að fá svar við þessari spurningu núna: Ætlar forseti að fresta fundi á meðan framboðsfundur stendur yfir vestur á Ísafirði?