136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:52]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sú umræða sem hér fer fram er endurtekning á því sem rætt hefur verið síðustu daga þar sem hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma upp og heimta að ráðherrar eða flutningsmenn séu við umræðuna, sem þeir hafa verið. Forsætisráðherra hefur setið hér mjög mikið og fjármálaráðherra einnig (Gripið fram í: Að hverra dómi?) talsvert. Kannski má segja sem svo að ástæðulaust sé að sitja alltaf yfir þessum upplestri sem fram hefur farið aftur og aftur.

Málið er á forræði sérnefndar um stjórnarskrármál. Fulltrúar sérnefndar hafa verið hér við alla þess umræðu (ArnbS: Nei, nei.) og þetta er á forræði þeirra og því finnst mér náttúrulega, virðulegur forseti, ekki við hæfi að kalla eftir öðrum til þess að vera hérna þó að þeir geti vissulega verið hér vegna síns (Forseti hringir.) eigin áhuga. En þetta er á forræði þingsins og þannig (Forseti hringir.) á þetta að vera. Þetta er á forræði sérnefndarinnar og ég held að það sé yfirdrifið nóg að fulltrúar þeirra séu hér.