136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:19]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þannig háttaði til við ræðu mína áðan að enginn hv. þingmaður sat hér í salnum, hvorki neinn flutningsmanna, né neinn þeirra sem hafa setið í sérstakri nefnd um málið. Ekki einn einasti þingmaður kom því til andsvara og ég ætla að það sé býsna eðlilegt að ég fái tækifæri, úr því að hér eru nú komin hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra (Gripið fram í: Og hv. þingmaður Mörður Árnason.) og hv. þm. Mörður Árnason sem að auðvitað er alveg sérstakt ánægju- og gleðiefni að sé hér í þingsalnum — það er auðvitað mikið réttlætismál tel ég að hægt sé að koma þeim sjónarmiðum fram sem voru rædd hérna þar sem þessir helstu flutningsmenn frumvarpsins og hv. þm. Mörður Árnason eru í salnum til að veita andsvör og koma fram sjónarmiðum sínum.