136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:31]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Áður en lengra er haldið vill forseti fá að lesa upp 1. mgr. 56. gr. þingskapa:

„Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á, eða til þess að þingmaður geti gert stutta leiðréttingu eða athugasemd er snertir sjálfan hann.“

Með tilliti til þessa, að geta raðað svona inn á mælendaskrá, finnst forseta mikilvægt að þeir þingmenn sem eru á mælendaskrá séu í þingsalnum svo að þeir séu þá til staðar í umræðunni. Hér hafa fjölmargir þingmenn sem eru ekki í þingsalnum eða þinghúsinu eins og er — ég hvet til þess að ef þeir sýna sig ekki innan stundar þá fari þeir út af mælendaskrá og þeir séu þá hér á mælendaskrá sem eru til viðræðna og eru tilbúnir til að taka þátt í umræðunni í nótt.