136. löggjafarþing — 127. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil benda forseta á að hann er forseti alls þingsins og þar af leiðandi líka forseti minn og ég spurði hann áðan spurningar. Mér finnst það ekki nógu gott að það sé eins og að tala við vegginn að tala við herra forseta. Ég spurði hann að því, ef þessi tillaga yrði samþykkt með þau mál sem ég er með fyrirvara um, hvort ég þyrfti þá að undirbúa mig undir það að skýra frá þeim fyrirvara.

Svo er ég einnig næstur á mælendaskrá og þótt ég sé ekkert voðalega sáttur við að hætta núna við allt í einu að halda þá ræðu sem er undirbúin og þarf eiginlega að klára frá því síðast og það ber svo vel í veiði að nú eru bæði hæstv. fjármálaráðherra og hv. þm. Lúðvík Bergvinsson á staðnum, þó að ég sé ekki á móti að halda ræðuna því þá vildi ég gjarnan vita hvernig staðan er.