136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:06]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tek eindregið undir tillögu hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar um að þessum fundi verði slitið og að boðað verði til nýs fundar þar sem hægt er að raða dagskránni þannig upp að það mál sem allsherjarnefnd flytur og er tilbúið til afgreiðslu, greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, að það frumvarp geti komið til umræðu.

Ég treysti því, hæstv. forseti, að það verði horft á þá hagsmuni sem fjölskyldurnar í landinu hafa af þessu máli og því verði lokið hér. Ég óska eindregið eftir því að hæstv. forseti taki tillit til þeirra óska sem fram hafa komið um að boðað verði til nýs fundar.