136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:23]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir okkur tillaga um að slíta yfirstandandi fundi og boða til nýs fundar með breyttri dagskrá. Sú dagskrá sem lagt er til að verði þar til umræðu snýr að málefnum sem snúa að atvinnulífinu og heimilunum í landinu. Við vitum að í þessari minnihlutastjórn er ágreiningur um þessi mál, við vitum að stjórnarliðar eru ekki samstiga þegar kemur að því að efla atvinnulífið í landinu og að hjálpa heimilunum. Það eru þau mál sem við sjálfstæðismenn viljum setja í forgang og út á það gengur dagskrártillagan. Hún gengur út á að við snúum okkur aftur að þeim málum sem skipta einhverju fyrir heimilin, að við hjálpum þessari ríkisstjórn, sem er hálffötluð í starfi sínu, við að koma á dagskrá (Gripið fram í.) þeim málum sem hún hefur lofað þjóðinni (Gripið fram í.) að beita sér fyrir.

Virðulegi forseti. Ég vil hvetja þig til þess (Forseti hringir.) að slíta þessum fundi og boða til fundar formanna þingflokkanna (Forseti hringir.) og reyna að fá niðurstöðu í þetta mál.