136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:05]
Horfa

Kristinn H. Gunnarsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er í meginatriðum sammála hv. þm. Birgi Ármannssyni um að þörfin fyrir synjunarvald forseta verður hverfandi eftir að þetta tvennt nær fram að ganga. Ég held að menn verði þá að hugsa forsetaembættið svolítið upp á nýtt í því ljósi og hvernig menn kynnu að vilja hafa það. Það er út af fyrir sig mál sem ég hef ekki farið í gegnum með sjálfum mér og komið mér upp ákveðinni skoðun, nema mér finnst mjög dýrmætt að forseti sé þjóðkjörinn.