136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

úrskurður forseta um dagskrártillögu.

[13:36]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég verð að lýsa mikilli undrun á niðurstöðu hæstv. forseta. Hæstv. forseti sagði að ef kæmi til þess að tillögum af þessu tagi fjölgaði stefndi í mikið óefni. Við skulum velta fyrir okkur hvert það óefni er. Er það óefni í störfum þingsins ef meiri hluti þings tekur ákvörðun um tiltekna dagskrá? Er það sem sem forseta finnst vera óefni?

Er ekki eðlilegra að hæstv. forseti, sem er forseti alls þingsins, sem er forseti allra þingmanna, reyni að setja dagskrána upp með þeim hætti að um hana geti orðið sátt? Eru það ekki eðlilegri vinnubrögð af hálfu forseta sem er forseti alls þingsins? Ég verð að lýsa mikilli undrun á þessu vegna þess að auðvitað þjónar tillagan engum tilgangi ef hún er borin upp í lok fundar vegna þess að hún gengur út á að ljúka þeim fundi sem yfir stendur og hefja nýjan fund með nýrri dagskrá. Það er tilgangurinn. Þetta er allt með ólíkindum, herra forseti.