136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

úrskurður forseta um dagskrártillögu.

[13:50]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Það er tillaga mín sem hér er til umræðu þannig að mér finnst rétt að ræða hana aðeins. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að það hefur verið krafa úti í samfélaginu að fulltrúar allra flokka á þingi snúi bökum saman um að leysa vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Frumvarpið til laga um greiðsluaðlögun íbúðalána snýst um að koma þeim fjölskyldum til hjálpar sem eiga það á hættu að missa heimili sín vegna greiðsluvanda. Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að skilja af hverju í ósköpunum það mál sé ekki tekið fyrir strax og ég furða mig á því að Framsóknarflokkurinn og þingmenn Framsóknarflokksins séu ekki reiðubúnir til þess að styðja þá tillögu og vísa þar til greinar sem Guðrún Valdimarsdóttir, sem er í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður, skrifar í Morgunblaðið í dag: „Hvar er skjaldborgin?“ spyr hún og kvartar yfir því að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að slá skjaldborg um heimilin (Forseti hringir.) heldur hafi í það mesta slegið tjaldborg (Forseti hringir.) um málefni heimilanna. Ég bara því miður, (Forseti hringir.) herra forseti, furða mig á þessari afgreiðslu