136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

dagskrártillaga.

[15:06]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Út af fyrir sig er ekki óeðlilegt þó að mönnum hlaupi kapp í kinn í umræðum á hinu háa Alþingi um mikilvæg mál en ég verð að lýsa yfir mikilli furðu minni þegar hv. þm. Árni Páll Árnason talar hér um fáránleikaleikhús þegar þingmenn nýta sinn eðlilega rétt til umræðu og nýta sinn eðlilega rétt til að nota þingskapalögin til hins ýtrasta til að halda rétti sínum.

Ég vísa algerlega á bug því sem var sagt um fáránleikaleikhús, hvað þá eins og hv. þm. Árni Þór Sigurðsson kallar að það sé verið að misnota sér málfrelsið á Alþingi. Hvers konar tal er þetta?

Það er hins vegar mjög gott að þetta komi fram. Það er mjög gott að heyra það frá hv. (Forseti hringir.) þingmanni að það sé mikilvægt að hans mati (Forseti hringir.) að við fáum frið til að ræða þetta mál. (Forseti hringir.)