136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:32]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er alveg óskaplegur munur þegar hv. þm. Mörður Árnason tekur sæti hér á þingi vegna þess að þá fáum við alltaf kennslustund, lexíu um það hvernig mönnum beri að haga sér.

Ég verð að játa að ég hlýði alltaf með mikilli, ég segi nú ekki aðdáun en eftirtekt þegar hv. þingmaður tekur til máls. Það sem hann er að finna hér er auðvitað alvanalegt í þinginu og er fullkomlega í samræmi við þingsköp Alþingis og eðlilega fundarstjórn þingsins. En hv. þingmaður á auðvitað bara að halda því áfram að kenna mönnum og segja mönnum til. Honum ferst það vel af sínu hjartans lítillæti.