136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:35]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þeir tveir þingmenn sem nú hafa talað, hv. þm. Atli Gíslason og Guðfinna Bjarnadóttir, hafa bæði lagt til að málið fari í sérnefndina að nýju og ég tek undir með hv. þm. Guðfinnu Bjarnadóttur um að umræðum verði frestað þegar í stað og málið gangi til sérnefndar sem muni þá sinna þeim störfum þegar eftir því verður kallað.

Ég vek athygli á því líka, virðulegi forseti, að enginn af flutningsmönnum þessa frumvarps er við þessa umræðu hér. Mér finnst gjörsamlega útilokað að við ætlum að halda áfram þessum umræðum og enginn flutningsmaður málsins viðstaddur. Það er ekki nema einn úr sérnefnd um stjórnarskrána í meiri hlutanum sem situr hér og fylgist með umræðunni. Við erum í páskavikunni og flutningsmenn frumvarpsins láta ekki svo lítið að vera við umræðu um stjórnarskrána þannig að mér finnst einboðið að við frestum umræðunni þegar í stað.