136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:38]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Eins og hv. þingmönnum er kunnugt náðist samkomulag um að ræða þetta mál, dagskrárlið nr. 4, áfram í dag. Margoft hafa komið fram beiðnir um að málið verði rætt í sérnefnd á meðan á umræðu stendur eða að gert verði hlé. Enn fremur hefur komið fram beiðni um að 2. umr. ljúki og að málið fari aftur til nefndarinnar þannig að það eru mismunandi beiðnir uppi sem forsetar hafa hlýtt á. Samkomulag er hins vegar um það núna að ræða málið áfram í dag.