136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:45]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því að hæstv. forseti hefur tekið upp nýjan sið við að kynna hv. þingmenn í ræðustól og menn mættu kannski heyra það (Gripið fram í.) hvort hæstv. forseti vill gera okkur frekari grein fyrir þessari nýju hefð sem er hér að skapast þegar hún kynnti hv. þm. Lúðvík Bergvinsson til sögunnar.

En ég vildi bara fá það staðfest frá hæstv. forseta hvort hún hefði komið boðum til forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og flutningsmanna málsins, hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra, um það að óskað sé eftir því að þau séu við umræðuna. Hæstv. forseti hafði lýst því yfir að hún vissi að þeir væru í húsinu en (Forseti hringir.) hefur ekki sagt frá því hvort hún hafi komið boðum til þeirra um að vera hér (Forseti hringir.) við umræðuna.