136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

hagræðing í heilbrigðisþjónustu.

[13:59]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram í máli mínu, bæði á Alþingi og utan þingsins, að ég er hlynntur því að við stefnum að því að taka upp valfrjálst stýrikerfi, tilvísanakerfi eins og hv. þingmaður víkur hér að. Það er viðfangsefni komandi mánaða og missira að búa í haginn fyrir slíka kerfisbreytingu.

Síðan er hitt, af því að vikið var að sporum sem hræða og öðrum sem hræða síður, ég hef fylgst með mikilli velþóknun með þeirri endurnýjun sem á sér stað innan Framsóknarflokksins. Þar tel ég að séu að verða jákvæðar áherslubreytingar vegna þess að það sem hræðir kannski mest af öllu eru sporin sem stigin voru af gömlu Framsókn. Muna menn eftir S-hópnum? Ég ætla að láta (Forseti hringir.) upptalningunni lokið.