136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:40]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé orðið tímabært að forseti geri grein fyrir hversu lengi hann hyggst halda áfram. Það eru fullkomlega eðlilegar óskir frá þingmönnum um að ljóst verði núna, þegar klukkan er rétt að verða tólf, við hverju megi búast hérna í nótt. Forseti hefur hlaupið fram og aftur um dagskrána og það er algjörlega og fullkomlega óljóst í hugum okkar þingmanna, sem höfum ætlað okkur að taka þátt í umræðunum, hvað forseti ætlar sér.

Eins og komið hefur fram er kosningabarátta byrjuð og þingmenn hafa skyldum að gegna við kjósendur og hitta þá klukkan átta í fyrramálið. (Forseti hringir.) Mér finnst því ekki til of mikils mælst að forseti gefi okkur einhverjar vísbendingar um hvernig hann ætlar að (Forseti hringir.) haga málum hér í nótt.