136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:50]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þegar hér er komið sögu er að nálgast miðnætti, komið myrkur. Þó að farið sé að vora þá er myrkur á þessum tíma sólarhrings á Íslandi. Frost er nánast úr jörðu. Það er farið að blómgast í Alþingisgarðinum, laukblómin eru komin upp, og það fer að grænka þar frekar og brumið að springa út. Ég held að það sé mál að sú minnihlutastjórn sem hér stjórnar á Alþingi átti sig á því að á sama tíma og lífsklukkan í gróðrinum og náttúrunni gengur sinn vanagang þá ganga störfin ekki neitt hér á Alþingi og þjóðin er að sökkva. Heimilin og fyrirtækin eru að stoppa. Er ekki tími til að við förum að átta okkur á því til hvers við erum hér og hvert hlutverk okkar er, herra forseti? Ég held það.