136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:25]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til þess að óska eftir upplýsingum um það frá hæstv. forseta hvort hann telji að hæstv. forsætisráðherra, 1. flutningsmaður þessa frumvarps, hyggist sýna sínu eigin máli þá virðingu að vera viðstaddur umræðu um það. Ég sé að hæstv. fjármálaráðherra, 2. flutningsmaður málsins, er hér í hliðarsal og ég fagna því en ég hef ekki orðið var við að hæstv. forsætisráðherra, sem ber fram þetta mál, sé viðstaddur umræðuna. Það væri upplýsandi ef hæstv. forseti gæti veitt okkur upplýsingar um það, þingmönnum sem erum á mælendaskrá og viljum eiga orðastað við hæstv. forsætisráðherra.