136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:30]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill upplýsa í fyrsta lagi að hæstv. forsætisráðherra hefur verið veik í dag og ekki getað sinnt störfum, svo það sé upplýst.

Það hefur verið einlægur ásetningur forseta að ljúka þessu máli og óska eftir að koma því út úr umræðunni en það er í meðförum þingsins. Því hefur ekki verið breytt og eðlilegt er að málið komi til nefndar að lokinni 2. umr. Þess vegna erum við að ræða þetta mál. Það er mikil ósk um að ræða málið og forseti vill verða við þeim óskum og nýta þann tíma. Forseti er mjög meðvitaður um að það líður að kosningum og þyrfti að ljúka þinginu sem allra fyrst og hefur ítrekað gert tilraun til þess og ljúka þeim málum sem hefur verið ásetningur um að ljúka. Þess vegna fer þessi umræða fram.