136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þær upplýsingar að hæstv. forseti vilji flýta þingstörfum svo að kosningabaráttan geti hafist. Það er ekki seinna vænna, tíu dagar eru til kosninga.

Ég ætla að spyrja um ávæning sem ég hef haft af frétt um að einn af flutningsmönnum frumvarpsins og einn flokkurinn ætli að hverfa frá 4. gr. sem hefur verið aðalásteytingarsteinn minn. Ég hef bent á þá rökleysu að búa til tvö þing sem geta breytt stjórnarskrá, tvö stjórnlagaþing, en þetta er nú bara ávæningur. Ég hélt að umræðan ætti sér stað á Alþingi. En fulltrúar þessa ágæta flokks, Framsóknarflokksins, eru ekki til viðræðu og ekki viðstaddir umræðuna. Ég spyr hvort ekki sé hægt að fá þá til umræðunnar svo aðalásteytingarsteinn minn varðandi þetta mál verði skýrður, hvort ég geti þá hætt að berjast gegn þessu.