136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:40]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er rangt hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni að tala um að fram sé að fara efnisumræða um stjórnarskrárfrumvarpið, umræða er í gangi um form umræðunnar. Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa verið gefnar má ætla að draga eigi til baka 4. gr. frumvarpsins og þá er spurningin um form umræðu, þ.e. hvort eðlilegt sé að nefndin taki málið aftur, þessari umræðu sé frestað, eins og við sjálfstæðismenn höfum gert kröfu um, og málið fari til eðlilegrar umræðu og afgreiðslu í nefndinni. Málið fjallar um það, hv. þm. Lúðvík Bergvinsson.

Í dag er gefin út þessi mikilvæga yfirlýsing sem gerir það að verkum að hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni, formanni sérnefndar um stjórnarskrármál, (Forseti hringir.) ber að kalla nefndina nú þegar saman (Forseti hringir.) og fara fram á að umræðunni verði frestað.