136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:43]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var mál til komið að horfið væri frá þessum hugmyndum um stjórnlagaþingið sem var eingöngu til þess fallið að skapa algerlega stjórnskipulega ringulreið eins og hugmyndirnar komu fram hvað það varðar. Það var í sjálfu sér ekkert annað en að reyna að gera vont frumvarp örlítið betra.

Hitt er annað mál að með því að komin er ákveðin hugmynd þá spyr ég hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, formann sérnefndarinnar um stjórnarskipunarmál, og hæstv. forseta: Er ástæða til að halda þingfundi og þinginu áfram í gíslingu þessarar umræðu þegar fyrir liggur að möguleiki er til þess að ná ákveðnu samkomulagi í nefndinni um þau atriði þannig að hægt sé að ganga frá málum með sæmilegum sóma og samkomulagi alþingismanna um að ná fram einhverjum breytingum á stjórnarskránni?