136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:46]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hafa komið mjög alvarlegar ábendingar til hæstv. forseta um að málið sé ekki þingtækt lengur. Ég óska eindregið eftir því við hæstv. forseta, og það hljóta að vera eðlilegar óskir, að hann úrskurði um hvort málið er þingtækt og hvort ekki sé full ástæða til að stöðva umræðuna núna og kalla það til nefndar þannig að hægt sé að ræða þetta mál á einhverjum vitrænum grunni.

Eins og hér hefur komið fram er búið að boða verulegar breytingar á málinu þannig að það er engan veginn hægt að vita hvort við munum þegar þar að kemur greiða atkvæði um eina, tvær, þrjár eða fjórar greinar málsins. Og ég óska þess eindregið enn og aftur að forseti úrskurði um það hvort (Forseti hringir.) hægt er að halda áfram umræðu.