136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:20]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú ber svo við að kominn er nýr forseti í forsetastól og ég vil leita eftir því við hæstv. forseta sem nú situr í forsetastól hvort hann sé ekki í færum til að taka ákvörðun um hvenær þingfundi ljúki þannig að okkur hv. þingmönnum sem bíðum eftir því að ræða þetta mál verði ljóst hvort það verði í nótt eða á nýjum degi sem við eigum að taka til máls.

Eins og komið hefur fram fyrr í umræðunni eru margir störfum hlaðnir snemma í fyrramálið og því væri mjög gott að fá að vita þetta. Ég veit að sá hæstv. forseti sem situr núna í forsetastól er ekki ákvarðanafælinn maður og því gæti hann væntanlega (Gripið fram í: Og réttsýnn.) Og mjög réttsýnn. Ég treysti því að hann hafi í huga (Forseti hringir.) vinnuverndarsjónarmið og geti tekið þær snöggu ákvarðanir sem taka þarf núna.