136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:54]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Já, ég veit að sá hæstv. forseti sem nú situr á forsetastóli er margreyndur í því að ræða mál ítarlega í þinginu. Með breyttum þingsköpum er ræðutíma svo fyrirkomið að hann deilist þannig á milli þingmanna að menn þurfa að skipta með sér tímanum nokkuð reglulega og öðruvísi en áður var. Þetta kallar á, hæstv. forseti, að gera verður þær ráðstafanir að fólk sem er á mælendaskrá verði kallað út. En ætli hæstv. forseti ekki að halda áfram er í sjálfu sér óþarfi að gera því fólki rúmrusk sem er á mælendaskrá. Ég held að það sé nú útlátalaust fyrir hæstv. forseta að gefa okkur einhverjar vísbendingar um hversu lengi hann ætlar að halda áfram.