136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:21]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í fyrri ræðu minni óskaði ég eftir því að fá upplýsingar frá hæstv. forseta um hversu lengi yrði haldið áfram og hvaða mál yrðu tekin fyrir næst. Eins og gefur að skilja erum við að skipuleggja störf okkar hér í þinginu og nú eru til umræðu hlutafélög og einkahlutafélög og eftir því sem ég kemst næst eru tveir þingmenn á mælendaskrá. Við vildum gjarnan fá að vita hvort önnur mál verða tekin fyrir í kjölfarið til þess að við gætum hringt í þingmenn og látið þá vita sem ætla að taka þátt í þeirri umræðu. Mér finnst það sjálfsögð kurteisi frá hendi hæstv. forseta að upplýsa okkur um þetta þannig að við getum gefið félögum okkar, hv. þingmönnum, færi á að bregða sér í hús.