136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:25]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með félögum mínum, sjálfstæðismönnum, um að við söknum þess að fá ekki svör. Það er líka sérkennilegt að við skulum sitja undir ámæli hjá þingmönnum stjórnarmeirihluta fyrir það eitt að hafa gengið í smiðju meistaranna. Það vill svo til að það er margsinnis búið að benda okkur það og ég held að við séum farin að skilja það, að við erum búin að vera í stjórn í 18 ár og við erum nú í nýrri stöðu. En við erum svo heppin að við þurfum ekki að finna upp hjólið varðandi það hvernig við eigum að haga okkur. Við sjáum bara hvað þið gerðuð áður og gerum allt eins. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera. Þess vegna vitnum við í þessa ágætu þingmenn ykkar því þeir eru búnir að segja þetta allt áður. Við getum ekkert sagt það betur.

Ég ítreka að við hljótum að fá einhver svör við því hvort við eigum að vera hérna til hálftvö eða tvö eða þrjú eða fjögur, (Forseti hringir.) bara þannig að við getum þá skipt liði og lagt okkar svona inn á milli frekar en að dotta hérna í þingsalnum.