136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:28]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Okkur er sagt að við ætlum að halda áfram eitthvað fram á nótt. Ég hef áður sagt undir þessum lið, um fundarstjórn forseta, að ég hef það mér til vorkunnar að ég er ekki mjög þingvön kona. En einhvern veginn er mér farið að sýnast að eitthvað fram á nótt þýði til kl. tvö og ég ætla að leyfa mér að spyrja, er það það sem við megum reikna með eða erum við að tala um eitthvað annað? Því þessar upplýsingar sem við höfum fengið eru mjög þversagnarkenndar, það er verið að tala um að það eigi að tæma dagskrána og það eru mál sem munu taka marga klukkutíma. Ég trúi ekki öðru en að Vinstri grænir þurfi að segja margt um Helguvík. Og hvar er þeirra lið sem ætlar að ræða um það mál? (Gripið fram í: Einn maður?) Ég trúi því ekki að það sé bara einn maður sem ætlar að ræða það miðað við það hversu þaulsetnir þeir hafa verið að setja þetta mál svo aftarlega á dagskrá að komist ekki til umræðu.

Mig langar bara (Forseti hringir.) til að fá svar við því hvort þetta þýðir að við eigum að vera hérna til u.þ.b. kl. tvö, (Forseti hringir.) það mundi hjálpa strax að vita það.